Um klukkan átta í morgun varð umferðaróhapp á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegar þegar ekið var á ungan dreng á reiðhjóli. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum eru tildrög slyssins í rannsókn.
„Þetta fór betur en áhorfðist. Meiðslin drengsins eru sem betur fer minniháttar,” segir Stefán.
Hann segir enn fremur að aðstæður í morgun hafi verið erfiðar, mikil rigning og dimmt úti. Lögreglan hvetur því alla vegfarendur til að sýna sérstaka aðgát í slæmu skyggni og minna á mikilvægi endurskinsmerkja og góðs ljósabúnaðar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst