Síðustu vikur hefur þrengst að Húsasmiðjunni sem stendur við Vesturveg ofan við Toppinn við Heiðarveg. �?ar var Bifreiðastöð Vestmannaeyja áður til húsa. �?ar er kominn nýr eigandi og hefur hann afmarkað svæði í kring sem m.a. nær yfir bílastæði Húsasmiðjunnar.
Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun sem bitnar illa á Húsasmiðjunni sem gaf út í síðustu viku að hún væri ekki beinn aðili að deilunni. Ekki er að sjá að lausn sé í sjónmáli en núna áðan var lögreglan mætt kranabíl til að fjarlæga stólpa sem girtu svæðið af og járnplötur sem þar voru.