Lögreglan - Mikill fjöldi og nokkur erill undir morgun

Mikill fjöldi fólks var saman kominn á þjóðhátíð í gærkvöldi og nótt og talsverður erill hjá lögreglu fram undir morgun, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Sjö líkamsárásarmál eru skráð hjá lögreglu eftir nóttina en í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða. Alls  voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Þá voru sjö minniháttar fíkniefnamál skráð síðasta sólarhringinn.

Þrátt fyrir þetta var rólegra hjá lögreglu en í Vestmannaeyjum öðrum umdæmum og hvergi meira að gera en á höfuðborgarsvæðinu að því er kemur fram í fréttum.

„Nú í morgunsárið er rólegt yfir bænum og sólin að gægjast í gegnum skýin. Lögregla vill beina því til ökumanna að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en tryggt er að allt áfengi sé farið úr blóðinu. Lögreglan í Vestmannaeyjum verður með öflugt eftirlit með ástandi ökumanna á götum bæjarins í dag sem og aðra daga,“ segir í tilkynningunni.

Mótshaldarar áætla að um 15.000 gestir hafi verið í Herjólfsdal í gær. Í kvöld nær hátíðin hápunkti með frábærri dagskrá, Brekkusöng og blysunum sem verða 148 í ár.

Myndina tók Addi í London af þéttsetinni Brekkunni.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.