Makrílvinnsla af stað hjá Vinnslustöðinni
Makrílvinnsla í uppsjávarhúsi VSV. Myndin tekin á vertíðinni 2018.

Löndun stendur nú yfir á 200 tonn af makríl frá Kap VE sem veiddist 30-40 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum. „Þetta er stór og fínn makríll miðað við júní-fisk,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir. Um er að ræða fyrsta makrílinn á þessari vertíð sem veiddur er í íslenskri lögsögu en stefnt er að því að heilfrysta aflann. „Við erum bara að koma vinnslunni í gang hjá okkur og þá er fínt að taka svona lítinn skammt til að byrja með. Ég reikna með að Kap fari aftur á veiðar þegar löndun er lokið,“ sagði Sindri að lokum.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.