Mannlaus bíll rann á Klett

Það var mildi að ekki fór verr að sögn Sveins Magnússonar þegar mannlaus bíll rann á  söluskálann Klett seinnipartinn í gær.

Bílnum var lagt sunnan við Strandveg og rann því yfirgötuna. “Hann náði greinilega töluverðu skriði því að höggið var þokkalegt. Það var bíll hérna við huðina þegar þetta gerðist en bílstjóri þess bíls náði að komast frá og forða frekara tjóni .”

Sveinn segir tjónið ekki vera mikið. “Hurðin er ónýt og svo eru haustblómin í klessu. Maður er bara þakklátur að að það voru engir gangandi vegfarendur þarna þá hefði getað farið illa.” Hann segir viðstadda vissulega hafa brugðið og mælti með því fyrir þá sem vilja renna við á Kletti að nota frekar lúguna.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.