Ríkiskaup fyrir hönd Samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytisins óskaði eftir tilboðum í úttekt á Landeyjahöfn þann 5. mars. Um er að ræða svo kallað örútboð. Úttektin byggir á þingsályktunartillögu um óháða rannsókn á Landeyjahöfn sem samþykkt var á Alþingi í byrjun desember. Þar kemur m.a. fram að eftirfarandi spurningum skuli svarað:
Kostnaðaráætlun kaupanda gerir ráð fyrir 400 klukkustundum í vinnu og hljóðar upp á átta milljónir með virðisaukaskatti. Tekið er fram að kaupandi mun hafna öllum tilboðum sem eru yfir kostnaðaráætlun. Einnig að bjóðandi fær forskot ef hann lætur sérfræðing sem unnið hefur við þrjú verkefni við hafnir á sandströndum síðastliðin 10 ár vinna að verkefninu. Verkefnið felur í sér að fara yfir fyrir liggjandi gögn og rannsóknir Vegagerðarinnar á Landeyjahöfn og koma með vel rökstuddar og skilgreindar tillögur til úrbóta.
Þrjú tilboð bárust í verkið en tilboðsfrestur rann út klukkan ellefu í dag.
Tilboð bárust frá:
Mannvit 100 stig Heildartiboðsfjárhæð kr. 8.060.000,
VSÓ Ráðgjöf ehf. 92,92 stig Heildartilbosðsjárhæð kr. 9.390.000,
Verkís 90,63 stig Heildartilboðsfjárhæð kr. 9.919.876,
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst