Um síðustu áramót, tók Þekkingarsetur Vestmannaeyja yfir rekstur Náttúrgripa- og fiskasafnsins, samkvæmt rekstrarsamningi sem gerður var við Vestmannaeyjabæ. Kristján Egilsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns safnsins í áratugi, lét af störfum um áramótin vegna aldurs. Margrét Lilja Magnúsdóttir starfsmaður hjá Þekkingarsetrinu tók við daglegri umsjón safnsins.