Eftir sólríkan og heitan dag á Heimaey í gær, læddist Dalalæðan yfir eyjuna þegar leið á kvöldið. Það var sérstakt að líta yfir bæinn þar sem vesturbærinn var nánast alveg hulinn þoku en miðbærinn og austurbærinn voru undir heiðum himni. Ljósmyndarar Eyjafrétta fylgdust með, bæði ofan af Hánni og víðar af Eyjunni. Fleiri myndir má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst