Mari Eyjamaður ársins

Fréttapýramídinn var afhentur í vikunni en að þessu sinni var ekki unnt að halda sérstakt hóf til afhendingar. Eyjafréttir óska öllum handhöfum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

Sighvatur Jónsson hlýtur fréttapýramídann fyrir árið 2019 fyrir framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum.


Marinó Sigursteinsson betur þekktur sem Mari Pípari er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins og hlýtur að því tilefni fréttapýramídann 2019. Valið hlýtur Mari fyrir allt sitt framlag til þess að bæta samfélagið í Vestmannaeyjum. Mari hefur upp á eigin spýtur ráðist í ýmis fegrunarverkefni víðs vegar um Eyjuna en einnig hefur hann lagt sitt að mörkum til varðveislu sögunnar okkar. Þekktastur er Mari þó líklega fyrir störf sín í þágu náttúruvísinda og þá sérstaklega rannsóknir á lunda. Það er okkur á Eyjafréttum mikill heiður að heiðra Mara að þessu tilefni.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson hlýtur fréttapýramídann fyrir árið 2019 fyrir framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum. Sighvatur vann sér það til frægðar á árinu að frumsýna tvær kvikmyndir um menningarviðburði í Eyjum. Þetta afrek verður líklega seint leikið eftir.

Hlynur Andrésson hlýtur Fréttapýramídann í ár sem íþróttamaður Vestmannaeyja.


Hlynur Andrésson hlýtur Fréttapýramídann í ár sem íþróttamaður Vestmannaeyja. Hlynur hefur á undanförnum árum náð eftirtektarverðum árangri í hlaupum. Hann á í heildina 8 standandi Íslandsmet og stefnir hærra.

Viðtöl við handhafa Fréttapýramídans 2019 má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta




Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.