Með óbreyttri veiði eru ekki líkindi á að þorskstofninn styrkist
17. janúar, 2007

Reyndar hefur hrygningarstofn þorsks styrkst nokkuð undanfarin ár en ástandið er enn áhyggjuefni að mati vísindamanna Hafró. Kom fram sú hugmynd að varpa boltanum til sjávarútvegsins í heild, hann axlaði ábyrgðina á því að ná upp þorskstofninum í það form að hann geti skilað 350.000 til 400.000 tonna veiði á ári.

Um 40 manns, sjómenn og útgerðarmenn, sátu fundinn og frá Hafró voru mætt Jóhann Sigurjónsson forstjóri, Björn �?var Steinarsson og Guðrún Marteinsdóttir. Jóhann sagði að því miður væru flestir uppvaxandi árgangar þorsks undir langtímameðali og það væri áhyggjuefni. �?�?að liggur ljóst fyrir að ekki hefur verið farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um veiði á þorski,�? sagði Jóhann en um er að ræða 1.300.000 tonn á um 30 ára tímabili.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og formaður �?tvegsbændafélagsins, var ánægður með fundinn og fundarsóknina. Og hann vill taka áskorun Hafró um að greinin axli ábyrgðina á viðgangi þorsksins. �?Ef við ætlum að byggja upp þorskstofninn verðum við að skilja hvað er að gerast. �?g hef lengi verið þeirrar skoðunar að við verðum að hugsa eins og bóndinn. Hann slátrar ekki öllum lömbunum á haustin og það sama gildir um þorskinn.

Nánar í Fréttum á morgun

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst