Meira af glitskýjum
20250105 160441
Glitský á himni. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Líkt og greint var frá í gær hér á Eyjafréttum sáust á lofti glitský í Eyjum og víðar um landið. Ekki er útilokað að hægt verði að sjá þau aftur í dag. Glitský eru marglit ský og eru þau í heiðhvolfi ofan við veðrahvol, í um 45,000 til 90,000 feta hæð. Þau eru frá hæð ósonlagsins og langt upp fyrir það. Þarna getur kuldi farið niður í -50 til -90°c, þannig að frostið er mikið þar sem glitskýin eru.

Til gamans má geta þess að farþegaflugvélar fljúga yfirleitt í 30,000 til 39,000 feta hæð. Óskar Pétur Friðriksson myndaði skýin í gær og má sjá skemmtilega myndasyrpu frá honum hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.