Var að horfa upp í Heimaklett núna áðan með sjónaukanum, mikið lundaflug austast í klettinum og fyrir ofan efri göngustíg, en lítið á Kleifunum. Kannski gott dæmi um þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár, því að eftir að Eiðis svæðið fór að byggjast upp og umferðin þar að aukast með tilheyrandi hávaða og látum, þá hefur lundinn greinilega hopað undan ofar og austar í klettinum, en eins og nýlegar myndir hér á bloggsíðunni hjá mér úr suðurfjöllunum sýna, þá er engin breyting þar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst