Meira undir veðurguðunum komið en skipstjórum, skipi og dýpkun
17. ágúst, 2011
Dæluskipið Skandia sér um dýpkun á Landeyjahöfn og nú þegar líður á sumarið heyrast þær raddir að besti tími ársins sé ekki nýttur sem skyldi við dýpkun og undirbúning hafnarinnar. Sporin hræða því Landeyhöfn var lokuð vikum saman síðasta vetur og skipstjórar Herjólfs telja að frátafir verði ekki minni næsta vetur þar sem staðan á höfninni sé óbreytt frá því sem verið hefur.