Á www.fotbolti.net er reglulega tekið hús á félögum í neðri deildinni. Í dag situr þjálfari KFS, heimilislæknirinn Hjalti Kristjánsson fyrir svörum en hann hefur þjálfað KFS svo lengi sem elstu menn muna. Hjalti segir m.a. að meiri vinna í Eyjum geri félaginu erfitt fyrir. Spjallið við þann þjálfara sem hefur setið hvað lengst í starfi á Íslandi má finna hér að neðan.