Meirihlutinn sprunginn
1. desember, 2006

Sjálfstæðismenn fengu fjóra menn kjörna í kosningunum síðasta vor og mynduðu meirihluta með tveimur bæjarfulltrúum framsóknar. En nú er samstarfinu lokið, segir �?órunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna.

�?órunn Jóna sagði í fréttum �?tvarps að fulltrúar framsóknar hafa greitt atkvæði öðruvísi en samið hafði verið um fyrir fram.

�?orvaldur Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna, sagði einnig í samtalið við �?tvarpið að trúnaðarbrestur og ágreiningur um skipulagsmál hafi valdið slitum á samstarfinu.

Samfylkingin er með tvo bæjarfulltrúa og vinstri grænir einn. Sjálfstæðismenn geta því myndað nýjan meirihluta með hvorum um sig en vilja ekkert tjá sig um viðræður að sinni.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst