Leikmenn og forráðamenn B-liðs ÍBV í handbolta eru klárir í slaginn á föstudaginn þegar þeir mæta A-liði ÍBV í 16-liða úrslitum Símabikarsins. Meðal leikmanna B-liðsins eru báðir þjálfarar A-liðsins, þeir Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson og spurning hver muni stýra A-liðinu í leiknum mikilvæga. Leikmenn B-liðsins mæta fullir sjálfstrausts í leikinn eins og sjá má á myndbandi hér að neðan.