Kalt hefur verið í Eyjum undanfarna daga og hvöss norðan átt. Mikið álag hefur verið á HS veitum en margir bæjarbúar fengu SMS skilaboð frá fyrirtækinu í gær þar sem varað var við sveiflum í hita og þrýstingi vegna truflana í hitaveitu í Vestmannaeyjum. „Þetta er eitt mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum á veitunum, við erum að vinna með nýjan dælubúnað á en höfum ekki undan,“ sagði Ívar Atlason hjá HS veitum.
Aðeins verða opnir tveir heitir pottar í íþróttamiðstöðinni í dag og víða verið að gera ráðstafanir. „Við höfum verið að hafa samband við stórnotendur og reyna að draga úr notkun. Því miður hefur gengið illa að halda hita á ákveðnum hverfum í bænum,“ sagði Ívar
Hann vildi koma því á framfæri að fólk væri ekki að hafa glugga opna eða kynda að óþörfu hjá sér, verð er að bregðast við aðstæðunum eins hratt og mögulegt er.