Mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum
Skjáskot af ja.is

Kalt hefur verið í Eyjum undanfarna daga og hvöss norðan átt. Mikið álag hefur verið á HS veitum en margir bæjarbúar fengu SMS skilaboð frá fyrirtækinu í gær þar sem varað var við sveiflum í hita og þrýstingi vegna truflana í hitaveitu í Vestmannaeyjum. „Þetta er eitt mesta kuldaskeið sem við höfum gengið í gegnum á veitunum, við erum að vinna með nýjan dælubúnað á en höfum ekki undan,“ sagði Ívar Atlason hjá HS veitum.

Aðeins verða opnir tveir heitir pottar í íþróttamiðstöðinni í dag og víða verið að gera ráðstafanir. „Við höfum verið að hafa samband við stórnotendur og reyna að draga úr notkun. Því miður hefur gengið illa að halda hita á ákveðnum hverfum í bænum,“ sagði Ívar

Hann vildi koma því á framfæri að fólk væri ekki að hafa glugga opna eða kynda að óþörfu hjá sér, verð er að bregðast við aðstæðunum eins hratt og mögulegt er.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.