Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar
Við upphaf hlaupsins suður á eyju. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF.

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð.

Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög vel. Alls hlupu um 130 manns, en til samanburðar voru þeir 86 í fyrra og 56 árið þar áður. Hafdís áætlar að söfnunin nemi rúmum 1,4 milljónum króna og rennur allur ágóði til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hún sendir jafnframt kærar þakkir til allra sem tóku þátt og þeirra sem lögðu sitt af mörkum við framkvæmdina.

Þeir sem vilja enn styðja við starf Krabbavarnar í Eyjum geta lagt inn á reikning 582-14-350050, kennitala 651090-2029. Myndasyrpu frá hlaupinu má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.