Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð.
Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög vel. Alls hlupu um 130 manns, en til samanburðar voru þeir 86 í fyrra og 56 árið þar áður. Hafdís áætlar að söfnunin nemi rúmum 1,4 milljónum króna og rennur allur ágóði til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hún sendir jafnframt kærar þakkir til allra sem tóku þátt og þeirra sem lögðu sitt af mörkum við framkvæmdina.
Þeir sem vilja enn styðja við starf Krabbavarnar í Eyjum geta lagt inn á reikning 582-14-350050, kennitala 651090-2029. Myndasyrpu frá hlaupinu má sjá hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst