Mía Rán kom sá og sigraði
4. apríl, 2015
Í síðustu viku var Stóra upplestrarkeppnin haldin á Laugalandi og sendi Grunnskóli Vestmannaeyja þrjá keppendur. Mía Rán Guðmundsdóttir, nemandi GRV, gerði sér lítið fyrir
og sigraði í keppninni. Markmið upplestrarkeppni í sjöunda bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla
nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Kennarar og stjórnendur GRV voru afar stolt og ánægð með Míu Rán og full ástæða til að óska henni og skólanum til hamingju.
Á myndinni er Mía Rán ásamt Sigurlási �?orleifssyni, skólastjóra og kennara sínum, Svanhvíti Friðþjófsdóttur.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst