Miðasala fyrir undanúrslitaleik ÍBV og Hauka í Coka cola bikarnum er hafin. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 5.mars í Laugardalshöll, klukkan 18:00. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verða miðar til sölu þar fram á miðvikudag. Allur aðgangseyrir fyrir þessa miða rennur beint til ÍBV.
Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 500 kr.- fyrir börn (miðast við börn á grunnskólaaldri)
Vilmar Þór Bjarnason hjá handknattleiks deild ÍBV er mjög ánægðu með hvernig salan hefur farið af stað. Hann vildi sérstaklega hvetja Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til að nota miðasöluna á tix.is þar sem ÍBV fær jafnframt þann aðgangseyri sem fæst fyrir sölu þeirra miða.
Hérna er svo hlekkur inn á rafrænu miðasöluna ÍBV: https://tix.is/is/specialoffer/tickets/9770/
Vilmar benti á að aðgangseyrir þeirra miða sem seldir eru á leikstað á fimmtudag fara beint til HSÍ. Skráning í rútuferðir fór af stað í gær og hafa rúmlega 50 manns skráð sig í þær.
Hér er hægt að skrá sig í rútuferðir.
“Það er góð stemmning í hópnum og allir klárir. Við finnum fyrir miklum meðbyr í bænum enda margir spenntir fyrir fimmtudeginum,” sagði Vilmar hress að vanda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst