Skemmtiferðaskip setja skemmtilegan svip á bryggjuna og mannlífið í Vestmannaeyjum og hefur þeim farið fjölgandi milli ára undanfarin ár.
„Það sem af er sumri hefur gengið mjög vel með skemmtiferðaskipin, þegar hafa komið 27 skip að bryggju og þrjú hafa lagst við akkeri og ferjað farþega í land þaðan,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn í samtali við Eyjafréttir. „Þó sumarið hafi verið slæmt veðurlega séð hefur þetta gengið framar vonum, öll skip sem höfðu pantað bryggjupláss hafa komið við, en þrjú skip sem ætluðu að leggjast við akkeri hafa þurft að frá að hverfa vegna of mikillar öldu. Það þarf að vera alveg sléttur sjór svo hægt sé að koma farþegum úr skipunum í litlu tenderbátana sem gerir tenderingu mjög erfiða hér, því við höfum ekkert skjól fyrir SV öldunni.“
Ein fimmtíu skip komu til Eyja í fyrra og er reiknað með að þau verði fimm fleiri í ár. „Í fyrra tókum við á móti 50 skipum og eins og nú voru ekki mikil afföll vegna veðurs, en hér í Eyjum er vindurinn vandamál eins og flestir þekkja. Farþegaskipin þola mjög lítinn vind þar sem þau eru létt og grunnrist með mikla yfirbyggingu.Enn eigum við eftir að taka á móti 28 skipum í sumar og vonum við bara að veðrið verði þokkalegt það sem eftir lifir sumri. ,“ sagði Andrés.
Andrés segir að með betri aðstöðu kæmu hingað enn fleiri skip. „Nú eru uppsjávarskipin komin af stað og makrílvertíð hafin, sem betur fer því á fiski lifum við sem búum hér í Eyjum. Þetta hins vegar þrengir að farþegaskipunum sem kallar á að við þurfum að fara að koma upp betri aðstöðu til að taka á móti þeim. Þó að pantanir fyrir komu farþegaskipa séu komin yfir 60 í sumar væri hægt að fá enn fleiri ef betri hafnaraðstaða væri fyrir hendi fyrir þau,“ sagði Andrés og bætti við. „Það er alla vegna nóg að gera og gaman að sjá allt þetta líf við höfnina.“

Í morgun, mánudaginn 16. Júlí, vor tvö skip við bryggju. Annars vegar franska skipið Le Soleal en það getur borið 264 farþega og er með 139 manns í áhöfn. Í því eru tveir veitingastaðir, leikhús, líkamsræktarsalur, sundlaug og nokkrir barir, svo eitthvað sé nefnt.
Hitt skipið, National Geographic Explorer, var í þann mund að sigla út innsiglinguna þegar þetta er skrifað og stefnir að Surtsey. En það siglir árlega pólana á milli.

Eyðir vetrinum við suðurskautið en norðan megin yfir sumarið. En ferðirnar eru hugsaðar sem einskonar könnunarferðir fyrir fróðleiksfúsan almenning og leggur upp úr að sýna þá fjölbreytta náttúru sem jörðin bíður uppá. Um borð í skipinu eru vísindamenn almenningi til aðstoðar. Skipið er sérstaklega styrkt til að geta brotist gegnum þykkan ís. Það ber 148 farþega og í því er m.a. bókasafn, 36 kajakar, 14 zodiakar, fjarstýrðar neðansjávar myndavélar og líkamsræktarsal.
Skemmtilega ólík skip að öllu leyti.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.