Það verður nóg um að vera í Höllinni og Volcano Café um helgina. Helgin byrjar strax á morgun með stórtónleikum Papa og Gylfa Ægis, þar sem kóngurinn sjálfur Bubbi Morthens mætir. Tónleikarnir verða haldnir í Höllinni og hefjast klukkan 20.30. Á föstudagskvöldið verður svo sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags á sama stað en Siggi Hlö mun svo þeyta skífum fram eftir nóttu.