Eins og greint var frá í fyrr í dag þá fékk Eimskip, rekstraraðili Herjólfs undanþágu fyrir skipið síðustu dagana fyrir þjóðhátíð og fyrstu dagana eftir hana, til að flytja fleiri farþega en leyfilegt er. Alls komast því 130 fleiri í hverja ferð en skemmst er frá því að segja að þessir aukamiðar eru að seljast upp.