Umhverfisstofnun hefur gefið út tvö ný veggspjöld til þess að árétta mikilvægi þess að koma í veg fyrir losun sorps frá íslenskum skipum í sjóinn.
Nýju veggspjöldin eiga að vera um borð í öllum íslenskum skipum sem eru minnst 12 metrar eða lengri eins og fram kemur í viðauka V við MARPOL-samninginn.
Tvær gerðir veggspjalda eru ætluð áhöfn skipa annars vegar og farþegum þeirra hins vegar.
Á veggspjöldunum koma fram um reglur sem gilda um losun sorps frá skipum, en almenna reglan er sú að losun sorps frá skipum í sjóinn er bönnuð nema lög og reglur kveði á um annað. Sorp skal flokkað í tiltekna úrgangsflokka og því skilað til móttökustöðva í landi.
Hægt er að nálgast eintök af veggspjöldunum í afgreiðslu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst