Vegna umræðu um fiskeldi í Eyjum hafði blaðamaður samband við sérgreinadýralækni fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, MAST til að varpa ljósi á málið. Þetta var gert sérstaklega í ljósi frétta af sýkingu í laxeldi í sjó á Austurlandi. „Það fer að sjálfsögðu enginn sýktur fiskur á neytendamarkað, eins og var slegið upp á forsíðu ákveðins blaðs fyrir ekki svo löngu síðan.“ Segir Gísli Jónsson hjá MAST.
Hverjar eru líkurnar á sýkingu í eldislaxi í landeldi miðað við sjóeldi? „Líkur á veirusmiti í lokuðu landeldi eru heldur minni en í sjókvíaeldi en fer eftir því við hvaða örverur er að kljást. Ef það eru örverur í náttúrulegu umhverfi í fiska í sjónum eru nánast engar líkur á að lax í landeldi smitist ef venjulegra smitvarna er gætt. Seiðin koma þá algjörlega smitfrí frá seiðastöð í sjó til áframeldis í landeldisstöð,“ sagði Gísli.
Ítarlegra viðtal við Gísla Jónsson, sérgreinadýralækni er að finna í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út 22. júní
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst