Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn segir reksturinn traustan
8. desember, 2025
Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti nýverið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir uppfærða stöðu á fundi bæjarstjórnar og kom fram í framsögu að rekstur bæjarins verði áfram traustur, auk þess sem rekstrarafgangur hefur hækkað um 100 milljónir króna frá fyrri umræðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 395 milljóna króna afgangi í A-hluta bæjarsjóðs og 541 milljóna króna afgangi í samstæðu. Útsvar verður áfram stærsti tekjustofn sveitarfélagsins og byggir áætlunin á nýjustu lokaspá um útsvarstekjur 2025.

Fjárfestingar og framkvæmdir næsta árs nema alls 1.080 milljónum króna. Þar af eru 805 milljónir í A-hluta og 275 milljónir í B-hluta. Áætlun fjárfestinga hækkar um 30 milljónir frá fyrri umræðu. Ekki er gert ráð fyrir framlagi vegna almannavarnalagnar á næsta ári þar sem slík uppbygging er á hendi ríkisins og viðræður standa yfir. Þá fara tæpar 492 milljónir króna í ýmis sérsamþykkt og átaksverkefni, 348 milljónir í A-hluta og 144 milljónir í B-hluta.

Skuldastaða bæjarsjóðs er áfram sterk; skuldaviðmið A-hluta verður 19,2% og samstæðu 11,4%. Lögð er áhersla á ábyrga fjármálastjórn, hóflega skattheimtu og áframhaldandi góða þjónustu við íbúa.

Tvær bókanir voru lagðar fram við afgreiðslu málsins. Bæjarfulltrúar D-lista benda á að sveitarfélagið standi frammi fyrir áskorunum, meðal annars vegna hækkunar veiðigjalda sem hafi þegar haft neikvæð áhrif á atvinnulíf í Eyjum. Einnig sé óvissa um fjármögnun vatnsleiðslu og umfangsmikil viðhaldsverkefni framundan. Þeir segja svigrúm í sjóðum bæjarins orðið lítið og mikilvægt að hagræða þar sem unnt er, en telja þó framtíðina bjarta með vaxandi íbúafjölda og blómlegu atvinnulífi. Í bókuninni gagnrýna þeir jafnframt það sem þeir kalla „skattaglaða og borgarmiðaða ríkisstjórn“.

Fulltrúar E- og H-lista lýsa í sinni bókun traustum rekstri og jákvæðri afkomu, þrátt fyrir varfærnar tekjuáætlanir. Þeir segja mikla uppbyggingu eiga sér stað í samfélaginu, bæði hjá íbúum og fyrirtækjum, og að sveitarfélagið standi vel þrátt fyrir áskoranir í rekstri og ytra umhverfi. Framundan séu spennandi tímar og mikil uppbygging.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.