Minning: Ásbjörn Garðarsson
19. desember, 2025
Tekin 6. ágúst 1982. Ásbjörn Garðarsson.
Tekin 6. ágúst 1982. Ásbjörn Garðarsson. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Ásbjörn Garðarsson félagi okkar og formaður Hildibranda félagsins hefur kvatt jarðvistina. Formaðurinn var sannarlega mikill grallari en ákaflega ljúfur og góður drengur.

Við teljum talsverðar líkur á því að hann muni örva himnaríkið, sérstaklega ef góður aðgangur er þar að kínverjum og flugeldum. Það var sannarlega oft vígvöllur í kring um kappann, enda lengi regla hjá honum að sækja dansleiki með fulla vasa af kínverjum sem hleypti miklu lífi í samkomuna.

Eitt af helstu einkennum Ábba var hversu áræðinn og óttalaus hann var. Það kom strax í ljós á hans yngri árum í styrjöldinni milli drengja Vesturbæjar og Austurbæjar. Þar var hann í forystu Vesturbæinga og ekki leið langur tími þar til allir drengir í Eyjum voru skráðir í Vesturbæinn.

Það var líka ekkert mál fyrir Ábba að skora á Jón Pál Sigmarsson heimsins sterkasta mann, í sjómann á 5 ára afmæli Hildibrandafélagsins. Ásbjörn sigraði þetta einvígi á tækniþáttum við mikinn fögnuð áhorfenda, sem fór ekki vel í Jón Pál sem rauk upp og sveiflaði okkar manni upp í loftið og vafði honum svo um hálsin á sér.

Það var gaman að fara ferðast með Ásbirni. Eitt skiptið eftir Stuðmannaball í Eyjum þá var tekin skyndiákvörðun að fljúga strax suður á annað ball með þeim.  Við pöntum flug og brottförin eftir klukkutíma. Ábba fannst hann ekki alveg nógu vel klæddur í ferðina og vildi koma við heima, það var enginn tími í það. Við erum heima hjá einum af okkar köppum sem er mun stærri en Ábbi, en ákveðið samt að tékka á því hvort þar finnist einhverjir fataleppar á formanninn. Viti menn, rekum við ekki augun í fermingarföt stóra mannsins í skápnum. Málinu reddað, Don Ábbi Garðars smellpassar í grá flauelisjakkaföt. Jakkaföt eru jakkaföt þó að einhver hafi fermst í þeim í fyrndinni. Formaðurinn glæsilegur.

Það var þannig á þessum tíma þegar að ferðahugur rann snögglega á menn eins og í þessu tilfelli, þá var eðli málsins samkvæmt ekkert plan í gangi. Ekkert planað annað en næsta ball. Enginn vissi hvort þetta ferðalag yrði langt eða stutt. Við höfðum enginn áform um gistingu og enginn með neinn farangur. Þetta hlýtur að reddast, samanber fermingarfötin, ekki síst þegar formaðurinn er með í för. Ferðin stóð í tíu daga!

Við hittum á fyrsta kvöldi mann sem leist svona líka vel á okkur. Hann sagðist vera einn heima að “passa” hús fyrir foreldra sína, okkur væri velkomið að gista hjá honum. Húsið stóð við Steggjabakka en við breyttum nafninu strax í Eggjabakka. Þarna vorum við meira og minna þessa tíu daga. Allir leigubílstjórar höfuðborgarsvæðisins vissu orðið hvar Eggjabakki var. Það var ekkert óalgengt að Ásbjörn kæmi með fólk í tveim, þrem bílum í Eggjabakkapartý.

Við vorum þarna í góðum málum á milli þess sem að við fórum á Stuðmannaböll um allt land. Ferðuðumst með þeim í rútum og spiluðum stundum á stóra bongótrommu á sviðinu með Stuðmönnum. Svo lentum við einu sinni í ryskingum ásamt þeim eftir eitt ballið. Áttum fótum okkar fjör að launa upp í Stuðmannarútuna, þar sem okkur var ekið á ógnarhraða á Akureyri. Við hittum mjög mikið af fólki í þessari ferð sem við þekktum ekki áður. Þarna tókum við eftir því að fólk sem þekkti ekki Ábba laðaðist að honum. Ásbjörn var alltaf svo vinalegur og geðþekkur við alla.

Seinustu nóttina í ferðinni gistum við ekki á Eggjabakka, einhverra hluta vegna var annar aðili fenginn til að passa húsið. Gist var á farfuglaheimili. Stjórann á farfuglaheimilinu kölluðum við fuglahræðuna, það var vegna fyrri viðskipta við hann. Við vorum allir orðnir auralausir og af gömlum vana var Bragi á fluginu fengin til að lána okkur fyrir heimferðinni.

Ferðin var skemmtileg, ekki síst vegna þess að við höfðum Ásbjörn Garðarsson með okkur, skemmtilegri maður var vandfundin.

Ásbjörn var sjómaður. Við höfum flestir stundað sjómennsku með kappanum. Hann var afbragðs sjómaður og ekki síst góður félagi um borð. Mikill gleðigjafi.

Við þökkum Ásbirni fyrir einstaka vináttu og magnaðar gleðistundir.

 

Félagar í Hildibrandafélaginu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.