Minning: Sigurbjörn M. Theodórsson
8. júlí, 2020
Sigurbjörn M. Theodórsson

Það er mikil gæfa að eiga móðurbróður (reyndar tvo móðurbræður og fjórar móðursystur) sem er svo stór og dýrmætur partur af lífi mínu. Orð eru fátækleg á svona stundum en svona minnist ég Sibba frænda sem verður jarðsettur frá Landakirkju í dag. Greinin birtist í Morgunblaðinu.Stóri frændi minn. Uppáhaldsfrændi minn.Þvílík ævintýraveröld sem það var að vera litla frænka þín. Í uppvexti mínum minnist ég sögustunda sem voru svo ótrúlegar að ég var með stjörnur í augum, hugsandi hverslags ofurhetja þú værir eiginlega! Sögur um siglingar til framandi landa þar sem þú slóst við sjóræningja, ljón og krókódíla og vannst alla bardaga. Það skipti engu máli hversu ótrúverðug sagan væri, ég trúði öllu sem þú sagðir!

Þá daga sem þú varst í landi sótti ég í að vera hjá þér, hjá þér mátti nefnilega allt og þú sagðir aldrei nei við neinu. Mér fannst þú svo skemmtilegur, fyndinn og klár. Þú last fyrir mig, við sungum saman, þú leyfðir mér að spila í spilakassanum þínum, fikta í glymskrattanum og fá tyggjó í tyggjókúluvélinni. Já, þú áttir spilakassa, glymskratta og tyggjókúluvél,- fyrir mér var enginn eins svalur og þú!Best af öllu voru svo hamborgarakvöldin okkar. Þar hentirðu borgurunum eins hátt upp í loft og hægt var og fíflaðist og grínaðist. Það var allt í lagi þó allt færi út um allt, svo lengi sem það var gaman hjá okkur!Eftir því sem ég varð eldri myndaðist með okkur gott og dýrmætt vina -og trúnaðarsamband. Við deildum skoðunum á fótbolta, tónlist, stjórnmálum, myndlist, mönnum og málefnum. Á lífinu sjálfu. Öllu milli himins og jarðar. Órjúfanleg vinátta og gagnkvæm virðing.
Lífið er flókið fyrirbæri og öll höfum við bresti sem okkur fylgja. Við reyndum að hjálpast að í gegnum þennan öldudal sem lífið er og ég vildi óska að ég hefði getað gert meira.Takk fyrir að láta aldrei langan tíma líða á milli þess að láta mig vita hvað þér þótti vænt um mig. Þú sagðir mér ítrekað að þú værir stoltur af mér, bæði í leik og starfi, rósinni þinni eins og þú kallaðir mig svo oft.Ég vona að þú vitir hversu vænt mér þótti um þig líka og að ég sakna þín svo sárt. Ég vona líka að þú munir fylgjast með mér og haldir áfram að vera stoltur af mér.Þú ert og verður alltaf stærsta stjarna heimsins í mínum augum.Þín frænka,Margrét Rós


 Sigurbjörn verður jarðsettur frá Landakirkju í dag, miðvikudaginn 8.júlí kl. 14.00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst