Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna merkilegt að vera nýliði þegar við byrjuðum að frysta loðnu í VSV og vera þátttakandi með Stebba Run að stíga skref inn í nýja framtíð.

Stebbi Run leit aldrei til baka, tækifæri hans lágu í framtíðinni og hann bjó yfir þeim sigurvilja, ákveðni og þekkingu sem þurfti til að þora að taka ákvarðanir og standa með þeim. Það var því mitt happ þegar minn góði vinur tók við mér, kallaði fram hæfileika stjórnandans og lagði mér línurnar. Þegar sú brýning var klár, sagði hann áður en hann sleppti mér. „Mundu bara eitt Ási minn, segðu alltaf satt, því þá þarftu ekki að muna hvað þú segir.“ Hann var sannur vinur sem hélt í tauminn og kippti í þegar honum fannst ástæða til að vanda um eða hrósa. Betra veganesti og taumhald var ekki hægt að biðja sér í upphafi samstarfs okkar.

Þegar ég horfi til baka á það mannval sem þá var í forystu sjávarútvegs á Íslandi, stóð minn maður upp úr, eins og allstaðar þar sem þessi ábúðamikli maður frá Búðarfelli kom að verki. Hann var kappsamur og fylgdist vel með framleiðslutölum í vinnslunni, hringdi á vigtina og fékk aflatölur hjá bátunum. Þá var hann kominn í stígvélin, goggaði fisk í aðgerðinni og stóð svo úti á plani með spúlinn í hendinni, vindilinn í munnvikinu og í grænu Iðunnarúlpunni.

Hann var einn af fólkinu sem vann í húsinu þegar hann gekk um aðgerðina, vélarnar og salinn, niður í tæki og kjallara þar sem hann spjallaði á léttum nótum við konurnar. Það voru fleiri hundruð manns í vinnu hjá okkur, en ég fann hann með því að ganga á lyktina af Kölnarvatninu sem hann skildi eftir sig hvar sem hann fór. Hann var reffilegur og mikilfenglegur maður sem fólk laðast að. En það hvessti líka hjá kraftmiklum manni, en það lyngdi alltaf eftir nokkrar góðar sögur. Þá sló hann höndunum með smell í borðið svo fátt stóð kyrrt.

Stebbi var auðvitað stórbrotinn maður, kappsamur persónuleiki og álíka sveigjanlegur í skoðunum eins og Heimaklettur. Tjaldstæði fjölskyldunnar á Þjóðhátíðinni er lítið dæmi um fastheldnina. Það var á milli tveggja dranga ofan vegar og ef einhver óheppinn var búinn að koma sér þar fyrir, var draslið dregið í burtu þegar minn maður í anda Felix frænda, mætti með tjaldgrindurnar. Hann gaf aldrei þumlung eftir af því plássi sem tilheyrði honum.

Stebbi var Þórari fram í andlátið, Leedsari sem gerði hvíta búninga liðsins að búningum ÍBV, þegar hann tók við fótboltanum og fyrsti stóri bikarinn kom í hús 1968. Hann var sigurvegari! Mætti alltaf fyrstur í hús þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá fólkinu hans, vinum hans og fólkinu sem vann hjá honum. Allir fengu sömu hlýju og traustu höndina til að halda í og blíðuna sem henni fylgdi.

Ég er þakklátur Stefáni Runólfssyni fyrir áralanga vináttu og handleiðslu á vegi lífsins.

 

Ásmundur Friðriksson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.