Rúmlega 500 nöfn frá árinu 1251
Í dag, föstudaginn 2. júní klukkan 18.00 verður afhjúpaður minnisvarði á Skansinum til minningar um drukknaða sjómenn. Sjómannadagsráð undir forystu Ríkharðs Zöega Stefánssonar stendur að minnisvarðanum. Á honum verða yfir 500 nöfn Eyjasjómanna og annarra sem drukknað hafa og nær listinn aftur á 13. öld.
Ríkharður fékk öflugan hóp í lið með sér og liggur mikil vinna að baki. Hönnuður er Bjarki Sigurjónsson og sá Vélsmiðjan Þór um smíðina. Minnismerkið er á steyptum stöpli sem myndar vítt V. Eru þrjár plötur á hvorum helmingi, tveggja metra háar og samanlögð breidd er níu metrar. Eru þær tvöfaldar og eru nöfnin skorin út í þá fremri og lýst upp þannig að lesa má nöfnin jafnt að degi sem nóttu.
Styrktaraðilar eru: Vestmanneyjabær, Ísfélagið, Vinnslustöðin, Bjössi á Barnum minningarsjóður, Sjóvá, Frár VE, Sindri Óskarsson, Þórður Rafn Sigurðsson, fjölskylda Bergvins Oddssonar á Glófaxa, Ásdís Sævaldsdóttir, Sævald Pálsson, fjölskylda Sævalds Pálssonar, BH, Magnús Kristinsson, Sjómannafélagið Jötunn, Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi, Íslandsbanki, Zamekróin, fjölskylda Guðmundar Inga Guðmundssonar á Huginn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Hafnarsjóður. Síðast en ekki síst Matthías Óskarsson á Bylgju og fjölskylda sem alltaf eru reiðubúin að leggja sjómannadagsráði lið.
Aðstoð við undirbúning og gerð minnisvarðans: Geisli, Gröfuþjónusta Hafþórs og Hermanns, Steini og Olli, Einar Birgir Einarsson og Vélsmiðjan Þór, Kári Bjarnason, Torfi Haraldsson, Sæþór Vídó grafískur hönnuður, Eiríkur Ómar Sæland, Þór Engilbertsson og Hellugerðin.
Myndatexti:
Vinnu við minnisvarðann lauk í gær en hann er í kverkinni vestan við veginn að Skansinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst