Mjög áhugaverður þáttur á Rás 1 í fyrramálið
Samsett mynd. Leif Magnús og Núpá á góðviðrisdegi.

Í fyrramálið verður fjórði þáttur um Sölvadal innst í Eyjafirði þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fer yfir sögu dalsins. Í þættinum verður fyrst og fremst rætt um Leif Magnús Grétarsson Thisland. Þátturinn byrjar kl. 10.15 á Rás 1, strax að loknum veðurfréttum.

Rætt er við Óskar Pétur Friðriksson en Leif Magnús, sonarsonur hans fórst á voveiginlegan hátt í Sölvadal þegar hann féll í Núpá í fárviðri sem gekk yfir landið 11. desember 2019.

„Gígja sagði við mig í hádeginu þegar hún hringdi; það má líta á þetta sem minningaþátt um Leif,“ sagði Óskar Pétur. „Leif Magnús var í heimsókn á bæ í dalnum þegar óveðrið gekk yfir. Krapastífla myndaðist við virkjun í ánni og var Leif Magnús að aðstoða þegar krapastíflan brast og tók hann. Leif Magnús var rétt tæplega 17 ára gamall þegar hann fórst.“

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.