Í fyrramálið verður fjórði þáttur um Sölvadal innst í Eyjafirði þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir fer yfir sögu dalsins. Í þættinum verður fyrst og fremst rætt um Leif Magnús Grétarsson Thisland. Þátturinn byrjar kl. 10.15 á Rás 1, strax að loknum veðurfréttum.
Rætt er við Óskar Pétur Friðriksson en Leif Magnús, sonarsonur hans fórst á voveiginlegan hátt í Sölvadal þegar hann féll í Núpá í fárviðri sem gekk yfir landið 11. desember 2019.
„Gígja sagði við mig í hádeginu þegar hún hringdi; það má líta á þetta sem minningaþátt um Leif,“ sagði Óskar Pétur. „Leif Magnús var í heimsókn á bæ í dalnum þegar óveðrið gekk yfir. Krapastífla myndaðist við virkjun í ánni og var Leif Magnús að aðstoða þegar krapastíflan brast og tók hann. Leif Magnús var rétt tæplega 17 ára gamall þegar hann fórst.“