Mjög hæfileikaríkur maður
Eins og flestir vita þá tryggði íslenska landsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, sér keppnisrétt á lokamóti HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Sannarlega magnaður árangur og eitt mesta íþróttaafrek Íslandssögunnar, ef ekki það mesta. En hvernig karakter er tannlæknirinn geðþekki frá Vestmannaeyjum, maðurinn sem kom íslenska liðinu á þennan stað fyrstur allra? Til að svara þeirri spurningu setti blaðamaður sig í samband við nokkra aðila sem eru tengdir Heimi en allir voru þeir sammála um að á ferðinni væri afar skipulagður og vandaður einstaklingur sem umfram allt elskar að fara í bað.
Hallgrímur Heimisson, sonur:
Hvernig myndir þú lýsa pabba þínum sem persónu? Pabbi er hógvær, ákveðinn og ótrúlega metnaðarfullur maður sem ég lít fáránlega mikið upp til. Hann er líka ótrúlega góður og skemmtilegur maður og á það til að vera fyndinn. Hann er góður við alla í kringum sig sem ég tel vera hans helsta kost.
Hefur fjölskyldulífið mikið breyst síðan hann tók við starfinu? Nei, það get ég ekki sagt. Fjölskyldulífið hefur alltaf verið mjög svipað og ótrúlega gott. Hann er kannski minna heima heldur en oft áður og hann er því mjög heppinn að eiga jafn glæsilega konu og móður mína, Írisi, sem hefur sjálf mikinn áhuga á fótbolta og sýnir þessu mikinn skilning þegar hann þarf að vinna og hún þarf að sjá um okkur moðhausana á heimilinu svo hann geti unnið að markmiðum sínum.
Hafðir þú trú á því að íslenska landsliðið yrði á þeim stað sem það er í dag þegar pabbi þinn og Lars tóku við liðinu fyrir um sex árum síðan? �?g átti von á að hann myndi ná góðum árangri með þetta lið, því ég veit hversu metnaðarfullur hann er, en það var framar mínum vonum að liðið undir stjórn pabba og Lars myndi komast á EM sem var gjörsamlega geggjað. �?egar undankeppni HM hófst eftir EM-partýið, spurði ég pabba hvort hann væri ekkert smeykur um hvort að liðið gæti komist á stórmót aftur, en hann var fullviss um að hann gæti farið á HM, þá hafði ég sjálfur bullandi trú á að liðið gæti komist í fyrsta skipti á HM.
�?mar Smárason, markaðsstjóri KSÍ:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi? Heimir er, eins og flestir Eyjamenn, stoltur af upprunanum og trúr honum. Hann veit hvaðan hann kemur og er ófeiminn við að flagga því. Hann er ákveðinn og veit hvað hann vill, staðfastur og passlega þrjóskur, en er samt tilbúinn til að hlusta á aðra og taka við ráðgjöf. Allt þetta er mikilvægt í þjálfarastarfinu þar sem menn eru að taka margar stórar jafnt sem litlar ákvarðanir.
Hverjir eru hans helstu kostir og gallar? �?að er gott að vinna með Heimi. Hann segir mér hvað hann er að hugsa, er hreinskilinn og maður veit alltaf hvar maður hefur hann. Ef hann vill gera hlutina á ákveðinn hátt, þá segir hann það hreint út, ef hann er ósáttur þá fær maður að vita það, en hann lætur líka vita ef hann er sáttur. �?etta er mikilvægur eiginleiki. Hann er líka sanngjarn og treystir fólkinu í kringum sig. Hans eini galli sem ég man eftir, ef galla skyldi kalla, er að hann er kannski stundum að velta fyrir sér hlutum sem hann ætti ekki að þurfa að spá í, en á móti kemur að hann er þjálfari liðsins og vill hafa yfirsýn yfir alla þætti sem gætu mögulega haft áhrif á liðið, hversu smávægilegir sem þeir þættir virðast vera, og það eru býsna margir þættir.
Einhver skemmtileg saga? Allt sem gerist innan liðsins er og verður innan liðsins, þannig að ég hef engar sögur að segja.
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi? �?g er búinn að þekkja Heimi mjög lengi, hann, ásamt öðrum Eyjamönnum, fékk að æfa með okkur í ÍK á sínum tíma þegar Kjartan Másson var að þjálfa sem var mjög skemmtilegt. Annars myndi ég lýsa honum sem rólegum, skipulögðum og yfirveguðum, hann er alltaf á niðri á jörðinni.
Hvernig er að starfa með honum? �?að er ofboðlega gott að starfa með honum, allt til umræðu og við erum endalaust að skiptast á skoðunum. �?etta er líka krefjandi og ég hef lært mikið af honum, algjört win win dæmi fyrir mig.
Eru þið alltaf sammála? Nei, það væri leiðinlegt en þegar kemur að því að fara út á völl erum við alltaf sammála en við ræðum alltaf málin mjög vel og finnum lausnir.
Kostir og gallar? Kostirnir eru hversu rólegur, skiplagður og léttur í lund hann er, hann hugsar langt fram í tímann. Helstu gallarnir eru hversu fljótur hann er að borða, ég er alltaf hálfnaður þegar hann er búinn og vill fara eitthvað annað. Svo vill hann alltaf hótelherbergi með baðkari, það er mjög mikilvægt og getur verið vesen.
Hversu langt telur þú að hann gæti náð sem þjálfari? �?að eru allar dyr opnar fyrir hann. Hann hefur þjálfað síðan hann var 17 ára og svo náttúrulega fengið tækifæri til að vinna með Lars sem var mikill fengur fyrir hann, KSÍ og Ísland. Svo er hann náttúrulega tannlæknir og þeir eru alltaf nákvæmir. Heimir er með allt skrifað niður og þetta nýtist honum alla daga í hans starfi. Eins og ég segi þá held ég að hann geti bara gert það sem hann vill. Við erum búnir að ná þessu takmarki, að komast á HM, og svo er næsta verkefni Rússland á næsta ári, við erum svo sem ekkert farnir að hugsa lengra en það. En þetta afrek vekur athygli og áhuginn á honum á eflaust eftir að vera mikill.
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi? Hann er með mjög góðan persónuleika, bæði sem þjálfari og einstaklingur. �?ll mín upplifun af honum var góð á meðan við störfuðum saman.
Voru þið alltaf sammála? Heilt yfir já en þegar maður vinnu í teymi, hvort sem það er ég og hann eða allt starfsliðið, þá er maður ekki alltaf sammála öllu. �?að sem við vorum ekki sammála um hafði almennt lítið vægi myndi ég segja en við hlustuðum alltaf á hvorn annan.
Kostir og gallar? Kostirnir eru að hann er gáfaður maður með góða samskipahæfileika og í heildina mjög hæfileikaríkur. �?g myndi ekki segja það að hann væri með neina stórvægilega galla, en enginn er fullkominn eins og við vitum.
Telur þú að hann gæti fengið spennandi starfstilboð frá félagsliðum í Evrópu eftir HM? �?að er erfitt að segja. �?að eru mjög fáir þjálfarar af Norðurlöndunum sem hafa fengið góðar stöður hjá toppliðunum í Evrópu, líklega ekki fleiri en fjórir til fimm, þannig að ég myndi segja að það væri mjög erfitt en alls ekki útilokað. En ég vona bara að hann haldi áfram með íslenska landsliðið.
Tómas Ingi Tómasson, æskuvinur og fyrrum samherji í ÍBV:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi: Mjög skipulögðum og virkilega færum einstaklingi i hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. �?að er líka aðdáunarvert við hann að hann hafi sagt skilið við frekara háskólanám til að elta drauma sína og gera það sem honum var ætlað.
Hvernig var að spila með honum í ÍBV á sínum tíma: �?að var mjög gott að spila með honum, hann var grjótharður og gaf sig alltaf 100% í verkefnið. Hann var kannski ekki flinkasti leikmaður í heiminum en við vorum með ágætis lið og hann var partur af því. �?ó svo að hann hafi spilað sem hafsent og ég sem fremsti maður, þá var hann alltaf mættur fyrstur til að fagna með mér þegar ég skoraði, hvernig hann fór að því veit ég hreinlega ekki. Svo er gaman að segja frá því að við Heimir og Jón �?li vorum herbergisfélagar í mörg ár, kölluðum okkur svítugengið, og það er alveg óhætt að segja að okkur grunaði svo sannarlega ekki að hann yrði á þessum stað ca. þrjátíu árum síðar.
Sigurður �?órðarson, búningastjóri íslenska landsliðsins:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi? Heimir er skapgóður, drífandi, ofur skipulagður og mest af öllu skemmtilegur karakter, sem er gríðarlega skemmtilegt að vinna í kringum.
Gætir þú deilt einhverri skemmtilegri sögu? Góðri sögu, ég man nú enga sérstaka í augnablikinu, helst er það að ALLAR góðar hugmyndir sem Heimir fær, fær hann í baði, því er það geysi mikilvægt að hann hafi bað á hótelherberginu sínu þegar við erum á ferðalagi, annars er lítið upp úr honum gott að hafa.
Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ:
Hvernig myndir þú lýsa Heimi í nokkrum orðum? Heimir er mjög nákvæmur og skipulagður, hann er ákveðinn og metnaðargjarn. Húmoristi en stundum örlar á smámunasemi.
Hvernig er að starfa með Heimi? Mjög gott, þægilegur í daglegri umgengni og góður félagi.
Hvað hefur hann fram yfir aðra þjálfara að þínu mati? Framsýni og frábært skipulag. �?ekkingu á öllum hliðum fótboltans.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.