Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00
Það verður nóg að gera um goslokahelgina hjá hjónunum Bjarteyju Gylfadóttur og Sæþóri Gunnarssyni en þau opnuðu sameiginlega sýningu undir heitinu Myndlist og mótorhjól í gær í Akóges.
Þar sýnir Sæþór mótorhjól sem hann á og hefur gert uppi nokkur þeirra. Bjartey er með sölusýningu á málverkum og skúlptúrum sem er nýlunda hjá henni.
Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00 þar sem hún flytur erindið Konur og gosnóttin. Erindið byggir hún upp á viðtölum við konur af upplifun þeirra gosnóttina og fer lítillega yfir afleiðingarnar.
Að erindi loknu mun Guðrún gefa gestum í sal kost á að tjá sig um upplifun þeirra af gosnóttinni. Guðrún hefur safnað frásögnum af upplifun, lífi og líðan íbúa vegna eldgossins 1973 síðastliðin sjö ár. Hún segir nauðsynlegt að safna eins mikið af sögum um hægt á meðan þeir sem upplifðu gosið eru enn til frásagnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst