Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga.
Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt.
Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst