Myndaveisla: VSV-lið á útopnu á árshátíð
24. október, 2019

Þær gerast vart líflegri árshátíðirnar en sú sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar og Hafnareyrar sóttu í Höllinni í Vestmannaeyjum síðastliðið laugardagskvöld, 19. október. Ingó veðurguð stjórnaði samkomunni og lék fyrir dansi fram undir morgun ásamt hljómsveit sinni.

Tónelsk ungmenni úr byggðarlaginu sungu á sviðinu og slógu í gegn, annars vegar Gaddarar og hins vegar Sóley Óskarsdóttir. Á engan er hallað þegar Sóley er útnefnd senuþjófur kvöldsins. Leggjum nafn hennar vel á minnið …

Einsi kaldi er auðvitað fyrir löngu kominn yfir að þurfa að sanna sig í þeirri list að bera veislumat á borð fyrir mörg hundruð manns, fumlaust og örugglega. Sjávarfangið í forrétt var frumlega framreitt og unaðslega gott. Nautalundin var mjúk og fínlega elduð. Sætindin í eftirrétt voru eftirmáli við hæfi.

Auðvitað á ekki að vera hægt að græja matarveislu fyrir 250 manns svona vel og faglega en það gerir Einsi kaldi og starfsfólkið hans með skínandi glans.

Síðast en ekki síst ber að nefna til sögunnar Vinnslustöðvarstöllurnar Lilju Björgu Arngrímsdóttur og Sólveigu Rut Magnúsdóttur og svo Hörð Þór Harðarson sem tók í vor við rekstri Hallarinnar ásamt Einari Birni Árnasyni – Einsa kalda sjálfum.  Þegar Lilja, Sólveig og Höddi rugluðu saman reitum við undirbúning árshátíðar mátti segja sér fyrir fram að vel yrði að öllu staðið í smáu og stóru. Það gekk fullkomlega eftir.

Á miðnætti voru Hallarhliðin opnuð upp á gátt fyrir öllum sem vildu dilla sér á dansgólfi við söng og hljóðfæraslátt Ingós og veðurguðanna. Fjölda fólks dreif að úr öllum áttum úr heimapartíum til að taka þátt í gleðskapnum.

Sama gerðu starfsmenn svefnrannsóknafyrirtækis í höfuðborginni sem héldu árshátíð á öðrum stað í bænum en kíktu margir hverjir á liðið í Höllinni þegar eigin árshátíð var lokið. Svefnrannsakendur grunaði ekki að þeir fengju tvær árshátíðir fyrir eina sömu nóttina en þá þekkja þeir heldur ekki mikið til tilboða sem best gerast í Eyjum. Auðvitað gafst þeim svo enginn tími til svefnrannsókna í ferðinni, enda meira lagt upp úr því í Eyjum en á meginlandinu að vaka frekar en sofa þegar mikið liggur við.

Svo eru hér myndir af samkomunni, 327 stykki, takk fyrir.

MYNDAALBÚM árshátíðarinnar 2019

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst