Myndir frá miðvikudegi gosloka

Hér má sjá myndasyrpu frá þriðja degi hátíðarinnar.

Fjöldi listasýninga voru formlega opnaðar, m.a. í Stafkirkju þar sem Rósanna Ingólfsdóttir var með sýningu sína undir yfirskriftinni „Metafor”.

Listakonan Halldóra Hermannsdóttir opnaði sýningu sína „Lífgrös” í Landlyst sem hýsir í dag læknaminjasafn og var fyrsta fæðingarheimili Íslands. Til sýnis voru myndir af lækningajurtum.

Þá opnuðu þau Hulda Hákon, Jón Óskar og hundurinn Heiða sýningu sína í Eldheimum við góðar undirtektir, og þau Júníus Meyvant og Sunna Einarsdóttir sýndu afrek sín í Craciouskró á Skipasandi.

Upplýsingaskilti um Flakkarann var afhjúpað á útsýnispallinum þar. Marinó Sigursteinsson lét gera skiltið og setja upp. Skiltið sýnir ferðalag Flakkarans frá 24. febrúar til 9. júní 1973 og hve langt það fór á tilteknum dögum.

Gísli Helgason fór yfir Eyjapistlana og flutti tónlist ásamt föruneyti í Eldheimum um kvöldið.

Nýjustu fréttir

Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.