Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum.
Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan hefst við Hánna og verður gengið þaðan upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum. Jólasveinar, tröll, álfar að ógleymdum Grýlu og Leppalúða mæta á svæðið, brenna á malarvellinum og glæsileg flugeldasýning í boði Vestmannaeyjabæjar. Að miðnætti er dansleikur í Höllinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst