Lögreglumenn höfðu afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku um með neglda hjólbarða undir ökutækum sínum en tími nagladekkja rann út þann 15. apríl síðastliðinn. Nú þegar vika er liðin af maí er ástæðulaust að vera með neglda hjólbarða undir ökutækjum og þeim sem ekki hafa þegar skipt yfir á sumarhjólbarða er bent á að gera það sem allra fyrst. Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða sem er undir ökutæki eftir 15. apríl er kr. 5000-. Ef vengjulegur fólksbíll er á negldum hjólbörðum nemur sektin kr. 20.000-.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst