Eiturlyf eru eitthvert mesta þjóðfélagsböl í heiminum í dag. Afleiðingar neyslu geta verið hrikalegar, ekki einungis þess sem neytir heldur ekki síður fyrir aðstandendur. Arnbjörg Harðardóttir skrifaði á facebook persónlega reynslu sína af eiturlyfjaneyslu föður síns og stöðu hans í dag. �??Faðir minn tók fyrsta sopan 20 ára gamall og ætlaði sér aldrei í þennan heim. Í dag er hann á stofnum 62 ára. Hann hélt að hann gæti ráðið við sopann en svo var ekki,�?? skrifar Arnbjörg en Eyjafréttir.is fengu leyfi hennar til að birta færsluna í heild hér að neðan.