Nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja
Frá lagningu á vatnsleiðslu

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að greina frá þeirri vinnu sem átt hefur sér stað um greiningu á nauðsyn þess að koma fyrir nýrri neðansjávarvatnsleiðslu milli meginlandsins og Vestmannaeyja. Til þess að bæta öryggi heimila og fyrirtækja er nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja.

Í niðurstöðu bæjarráðs um málið kemur fram að bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarstjórnarráðherra sem allra fyrst, um aðkomu ríkisins að lagningu nýrrar neðansjávarvatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Jafnframt að óska eftir fundi með fulltrúum HS veitna um aðkomu þeirra. Með nýrri varavatnslögn er þjónusta og öryggi við atvinnulíf og íbúa tryggt, komi upp bilun í núverandi vatnslögn.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.