�?Nemendur í 5. og 6. bekkjar hafa kynnt sér jarðvegseyðingu og mikilvægi
landgræðslu. �?eir fóru í þeim tilgangi í Landeyjafjöru og skoðuðu þar
uppgræðslu bænda í nágrenninu í samvinnu við Landgræðslu ríkisins,�? segir í fréttatilkynningu frá skólanum. Jafnframt fóru nemendurnir í Gunnarsholt og fræddust ennfremur um landgræðslu í gegnum tíðina og þá ógn sem Rangvellingum stafar af sandfoki.
Eftir að hafa kynnt sér flokkun sorps á gámasvæði Hvolsvallar vilja nemendur koma þeirri áminningu til sveitunga sinna að henda aldrei plastpokum með garðaúrgangi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst