Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda.
Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans
Á erindinu verður fjallað um hvernig netið getur verið bæði skemmtilegur og gagnlegur vettvangur fyrir börn og unglinga en einnig hvaða áskoranir og hættur geta fylgt stafrænum heimi. Markmiðið er að styrkja foreldra í að styðja við börnin sín í öruggri og ábyrginni netnotkun.
Skipuleggjendur hvetja alla foreldra til að mæta og nýta sér þessa fræðslu.
Netvís sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri nethegðun, stafrænu öryggi og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna.