Neyðarkall björgunarsveita er mikilvæg fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Salan fer fram fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt og hefur almenningur tekið sölufólki afskaplega vel. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.