Niðurgreiðsla ríkisins hækkar
HS_veitur_24_20240226_144125
Starfsstöð HS Veitna í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum.

Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur síhækkandi orkukostnaður óumflýjanlega bitnað á viðskiptavinum fyrirtækisins í Eyjum.

„HS Veitur hafa bent á mikilvægi þess að yfirvöld komi enn betur til móts við þá sem búa á köldum svæðum á Íslandi. Er því fagnaðarefni að umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið hefur brugðist við einni af tillögum HS Veitna um aðgerðir og auglýst í stjórnartíðindum að frá og með 1. október hækki niðurgreiðslur í Vestmannaeyjum um 45,7 % eða úr 201,06 kr./m3 í 293 kr./m3.

Mega viðskiptavinir okkar í Vestmannaeyjum sem fá slíka niðurgreiðslu eiga von á því að hærri niðurgreiðsla skili sér í reikningagerð fyrir notkun októbermánaðar, þ.e. í reikningum sem berast í nóvember nk.“ segir í tilkynningu HS Veitna.

 

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.