Eyjamenn unnu 19 marka sigur á Þrótti í dag þegar liðin áttust við í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 17:36 eftir að staðan í hálfleik var 9:22. Markahæstir hjá ÍBV urðu þeir Nemanja Malovic með tíu mörk og Grétar Þór Eyþórsson, sem skoraði níu mörk. ÍBV hefur því unnið tvo sigra í röð eftir að hafa gert jafntefli og tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum.