Nóg um að vera í handboltanum í dag
8. apríl, 2015
Meistaraflokkar karla og kvenna leika báðir í úrslitakeppninni í dag og hefjast leikirnir á sama tíma klukkan 19:30.
Meistaraflokkur karla hefur titilvörn sína í Mosfellsbænum í kvöld þar sem þeir mæta Aftureldingu í 8-liða úrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Í vetur hafa liðin mæst fjórum sinnum, þrisvar í Olísdeildinni og einu sinni í Coca-cola bikarnum. Afturelding hefur haft betur í þremur af þessum fjórum leikjum en þeir eru með gríðarlega sterkt lið sem hafnaði í 2. sæti í Olísdeildinni. �?að lið sem er fyrr til að vinna tvo leiki kemst áfram í undanúrslitaleikina.
Meistaraflokkur kvenna fer á Ásvelli og mætir Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. ÍBV getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum en þær lögðu Hauka hér heima síðastliðinn mánudag 30-24.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst