Hið árlega herrakvöld fótboltans verður haldið miðvikudaginn 30. apríl nk. í Golfskálanum. Einsi Kaldi og Rikki kokkur munu bjóða upp á dýrindis sjávarréttahlaðborð. Veislustjóri verður Bjarni Ólafur Guðmundsson. Ræðumenn verða þeir Ásmundur Friðriksson og Stefán Einar Stefánsson. Það mun síðan verða Leó Snær Sveinsson sem mun sjá um að koma fólki í sönggírinn áður en kvöldið lokar.
Vel hefur gengið að selja miða en því miður verður takmarkað magn til sölu þar sem húsrúm er takmarkað. Í fyrra var uppselt er í kringum 170 karlmenn skemmtu sér frábærlega í Kiwanishúsinu. Í ár má búast við að stemmingin verði ekki síðri og því eru þeir sem ætla sér að mæta hvattir til að tryggja sér miða áður en verður um seinan.
Miðasala fer fram á skrifstofu ÍBV í Týsheimilinu, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst