Á facebook-síðu ÍBV er gefnir upp nokkrir góðir punktar fyrir fólk að fara eftir í kvöld.
Hátíðin hefst kl. 19:00 þegar kveikt er á ÍBV kertunum á Molda.
Gengið verður Hlíðarveg, upp Illugagötu, niður Höfðaveg og þaðan á Malarvöllinn.
Þau sem að eiga bíla á gönguleiðinni vinsamlegast færið þá af götunum.
Ekki er leyfilegt að vera með skotelda í göngunni og uppi á Malarvelli.
Öll tröll sem eru á vegum ÍBV Íþróttafélags eru innan girðingar upp á velli.
Brýnum fyrir unga fólkinu að tröllin eru mörg hver mjög stór og því getur verið mjög hættulegt að hrella þau.
Hvetjum þau sem eiga Þrettánda fána að flagga þeim, eigum til nokkra í Týsheimilinu fyrir þau sem vantar.
Hlökkum til að sjá ykkur í göngunni á eftir, segir í tilkynningu frá starfsmönnum og sjálfboðaliðum ÍBV íþróttafélags.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst