Inni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar má sjá að nokkuð er um lausar stöður hjá bænum. Meðal annars vantar sálfræðing og félagsráðgjafa í afleysingar til eins árs.
Gæsluvöllurinn Strönd verður opnaður 20. júlí og þar vantar starfsmenn frá og með 20. júlí til 14. ágúst, einnig vantar yngstu Eyjakrílunum dagforeldra en mikil skortur hefur verið á dagforeldrum í Vestmannaeyjum eins og fram hefur komið hér á vefnum.
Vestmannaeyjabær auglýsir einnig laust til umsóknar starf forstöðumanns búsetaþjónustu fatlaðs fólks en viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september næst komandi.