Minnstu munaði að illa færi þegar verið var að snúa gámaskipinu Arnarfelli í Vestmannaeyjahöfn í morgun. Norðanátt er í Eyjum núna og koma stífar vindhviður við og við. Ein hviðan nánast feykti hinu risavaxna gámaskipi í átt að uppsjávarskipinu Sighvati Bjarnasyni VE, sem lá við löndunarhús Vinnslustöðvarinnar. En fyrir snarræði skipstjórnarmanna á hafnsögubátnum Lóðsinum, tókst að koma í veg fyrir tjón á skipunum.